Uppbókað – skráðu þig á biðlista
Öll sæti á OK ráðstefnuna 2025 eru nú bókuð.
Skráning hér að neðan gildir sem skráning á biðlista og við látum vita ef sæti losnar.
Við erum einnig að skoða hvort hægt sé að bæta við nokkrum sætum.
OK ráðstefna 2025
Lausnir sem skapa forskot

Á ráðstefnunni Lausnir sem skapa forskot færðu innsýn frá sérfræðingum og uppgötvar lausnir sem hjálpa þér að ná raunverulegu samkeppnisforskoti.
Erindi frá sérfræðingum
HP, HPE, Arrow, KPMG og OK.

Bergur Ebbi
Fundarstjóri
16. október 2025
12:30 – 17:00
17:00–18:00
Hilton Reykjavík Nordica
Dagskrá
Skráning
12:30-13:00
Gestir mæta og skrá sig inn á ráðstefnuna. Þarna er tækifæri til að ná í fyrsta kaffibollann, spjalla við aðra þátttakendur og tryggja sér gott sæti áður en dagskráin hefst.
Velkomin
13:00-13:10
Gunnar Zoëga og Bergur Ebbi taka á móti gestum, kynna dagskrána og setja stemninguna fyrir daginn.

Gunnar Zoëga
Forstjóri OK
DEX – leyndarmálið að árangri í stafrænum heimi
13:10 - 13:45
Stafræn starfsupplifun (DEX) er nýr mælikvarði á árangur vinnustaða. Christiaan sýnir hvernig fyrirtæki geta nýtt DEX til að auka ánægju starfsmanna, samvinnu og afköst með einföldum en áhrifaríkum aðgerðum.
Hlé
13:45- 14:00
Tækifæri og áskoranir - Stjórnendabraut
14:00-14:25
AI PC: Nýtt vinnuafl á skrifstofunni
Gervigreind er að færast inn í tölvurnar okkar. Hans Petter útskýrir hvernig AI PC breytir vinnuferlum og opnar nýjar leiðir til framleiðni og nýsköpunar á skrifstofunni.
Öryggi og rekstur - Tæknibraut
14:00-14:25
HP Endpoint Security: Fyrsta og síðasta varnarlínan
Notendur eru veikasti hlekkurinn í mörgum árásum. Pelle kynnir lausnir HP sem tryggja öruggan endabúnað og vernda fyrirtæki frá grunni til topps.
14:50 - 15:00
Hlé
Tækifæri og áskoranir - Stjórnendabraut
15:00-15:25
Veiðilandhelgi Íslands
Vefveiðar (phishing) eru enn ein helsta ógn tölvukerfa og farsælustu árásirnar í dag. Arnar ræðir hvernig hægt er að byggja upp öryggisvitundarþjálfun sem bregst við þessari ógn. Er ekki kominn tími til að stækka „lögsöguna“ og ganga lengra en nágrannaþjóðir okkar?
Öryggi og rekstur - Tæknibraut
15:00 - 15:25
Sveigjanleiki án takmarkana – HPE Virtualization
Hvernig tryggjum við rétt jafnvægi milli sveigjanleika, hagkvæmni og öryggis? Sune sýnir hvernig HPE lausnir gera fyrirtækjum kleift að hagræða rekstri og styðja fjölbreyttar þarfir.
Hlé
15:50 - 16:00
Tækifæri og áskoranir - Stjórnendabraut
16:00 - 16:25
Sjálfbærni sem samkeppnisforskot
Sjálfbærni er ekki aðeins samfélagsleg skylda heldur einnig leið að betri samkeppnisstöðu. Anne Marie sýnir hvernig HP innleiðir sjálfbærar lausnir og hvernig fyrirtæki geta skapað virði með grænni stefnu.
Öryggi og rekstur - Tæknibraut
16:00 - 16:25
(Gervi)greindar ógnir
Hvernig er gervigreind nýtt í nýjustu ógnunum? Hvernig bregðumst við þegar „okkar eigin rödd“ hringir í okkur og biður um eitthvað? Arnar fer yfir raunveruleg tæknileg dæmi um hvernig gervigreind er notuð gegn okkur – og hvað við getum gert til að verja okkur.
16:25 - 16:50
Viðbragð meðan á árás stendur
Þegar hakkarar ráðast á tölvukerfi og árásin er í gangi skipta fyrstu skrefin mestu máli. Rétt viðbrögð geta haldið kerfum gangandi – röng viðbrögð geta lamað rekstur fyrirtækja til lengri tíma. Dave fer yfir hvað þarf að vera til staðar til að auka líkur á að lifa árás af.
Tengslamyndun og veitingar
17:00-18:00
Uppbókað – skráðu þig á biðlista
Öll sæti á OK ráðstefnuna 2025 eru nú bókuð.
Skráning hér að neðan gildir sem skráning á biðlista og við látum vita ef sæti losnar.
Við erum einnig að skoða hvort hægt sé að bæta við nokkrum sætum.









