Takk fyrir okkur!
Takk kærlega fyrir áhugann á OK ráðstefnuna – Lausnir sem skapa forskot sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica 16. október.
Á ráðstefnunni var öryggi í stafrænni starfsupplifun í forgrunni. Fjallað var meðal annars um hvernig gervigreind er nýtt af tölvuþrjótum, hvernig netöryggi verður hluti af stefnumótun fyrirtækja og hvernig röng viðbrögð geta lamað rekstur til lengri tíma. HP kynnti lausnir sem vernda notendur án þess að skerða vinnuflæði eða upplifun og rætt var um sjálfbærni og hvernig græn stefna getur skapað virði fyrir fyrirtæki.
Við vonum að ráðstefnan hafi verið fróðleg og gagnleg. Við hlökkum til að sjá þig á næsta viðburði OK.
Veiðilandhelgi Íslands
Vefveiðar (phishing) eru enn ein helsta ógn tölvukerfa og farsælustu árásirnar í dag. Arnar ræðir hvernig hægt er að byggja upp öryggisvitundarþjálfun sem bregst við þessari ógn. Er ekki kominn tími til að stækka „lögsöguna“ og ganga lengra en nágrannaþjóðir okkar?
(Gervi)greindar ógnir
Hvernig er gervigreind nýtt í nýjustu ógnunum? Hvernig bregðumst við þegar „okkar eigin rödd“ hringir í okkur og biður um eitthvað? Arnar fer yfir raunveruleg tæknileg dæmi um hvernig gervigreind er notuð gegn okkur – og hvað við getum gert til að verja okkur.






































