Takk fyrir okkur!

Takk kærlega fyrir áhugann á OK ráðstefnuna – Lausnir sem skapa forskot sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica 16. október.


Á ráðstefnunni var öryggi í stafrænni starfsupplifun í forgrunni. Fjallað var meðal annars um hvernig gervigreind er nýtt af tölvuþrjótum, hvernig netöryggi verður hluti af stefnumótun fyrirtækja og hvernig röng viðbrögð geta lamað rekstur til lengri tíma. HP kynnti lausnir sem vernda notendur án þess að skerða vinnuflæði eða upplifun og rætt var um sjálfbærni og hvernig græn stefna getur skapað virði fyrir fyrirtæki.


Við vonum að ráðstefnan hafi verið fróðleg og gagnleg. Við hlökkum til að sjá þig á næsta viðburði OK.

DEX – leyndarmálið að árangri í stafrænum heimi

Stafræn starfsupplifun (DEX) er nýr mælikvarði á árangur vinnustaða. Christiaan sýnir hvernig fyrirtæki geta nýtt DEX til að auka ánægju starfsmanna, samvinnu og afköst með einföldum en áhrifaríkum aðgerðum.

Christiaan W. Lustig
Ráðgjafi og höfundur

AI PC: Nýtt vinnuafl á skrifstofunni

Gervigreind er að færast inn í tölvurnar okkar. Hans Petter útskýrir hvernig AI PC breytir vinnuferlum og opnar nýjar leiðir til framleiðni og nýsköpunar á skrifstofunni.

Hans Petter Espelid

Area Category Manager, HP 

Veiðilandhelgi Íslands

Vefveiðar (phishing) eru enn ein helsta ógn tölvukerfa og farsælustu árásirnar í dag. Arnar ræðir hvernig hægt er að byggja upp öryggisvitundarþjálfun sem bregst við þessari ógn. Er ekki kominn tími til að stækka „lögsöguna“ og ganga lengra en nágrannaþjóðir okkar?

(Gervi)greindar ógnir 

Hvernig er gervigreind nýtt í nýjustu ógnunum? Hvernig bregðumst við þegar „okkar eigin rödd“ hringir í okkur og biður um eitthvað? Arnar fer yfir raunveruleg tæknileg dæmi um hvernig gervigreind er notuð gegn okkur – og hvað við getum gert til að verja okkur.

Arnar S. Gunnarsson

CISO - Öryggisstjóri, OK 

Sjálfbærni sem samkeppnisforskot

Sjálfbærni er ekki aðeins samfélagsleg skylda heldur einnig leið að betri samkeppnisstöðu. Anne Marie sýnir hvernig HP innleiðir sjálfbærar lausnir og hvernig fyrirtæki geta skapað virði með grænni stefnu.

Anne Marie Jensen

Sustainable Impact Lead, HP